10 október 2005

Hæ...

Ég sit hérna inni í græna herberginu mínu, ég get ekki sofið, ég vil sofa... sofa..... Málið er að ég var að stúta Magic dós, Black Magic dós, svo að ég gæti einmitt haldið mér vakandi og lært, en núna er ég bara ekki til í að læra, lærdómur má fara til helvítis fyrir mér, sérstaklega stærðfræði 403, ojj...æl...æl.... Já, ég er að missa mig, það er stutt í sturlun, svona um það bil 10 mínútur... Þá fer ég hlaupandi nakin niður Laugarveginn og bíð svo nakin í leigubílaröðinni á Lækjargötu, ég verð svo sturluð að ég mun ekki finna fyrir neinum kulda og ég mun ekki kippa mér upp við neinar rassaklípingar eða neinum vísifingrabendingum, nei ég verð orðin geðveik í orðsins fyllstu merkingu....jæja 7 mínútur.... Ég finn bara hvernig ég er að dofna í löppunum, ó bojj ég er hætt að hugsa skírt, vá bleikur fíll.... komdu sæll Hitler.... allt snýst í hringi... vá þingdarkraftur jarðar er að snúast við og ég skall núna rétt í þessu harkarlega á loftið en hei af hverju er það bara ég sem lenti á loftinu og fartölvan, enn flippað.... 4 mínútur, æj sjitt ég er föst á loftinu, hvernig á ég að komast niður, hvernig á ég að hlaupa nakin niður laugarveginn ef ég er föst....

Hægt verður að heimsækja Regínu á Kleppi næstu árin, komið með Sambó lakkrís með ykkur, hún elskar hann....

27 september 2005

bojj bojj

hæ fólk

Ég fékk það skemmtilega nikk-nafn á mig um daginn, rosa fyndið og sjarmerandi... SKRÍPIÐ.... litla skrítna skrípið... hah... rosa fyndið og skemmtilegt og alveg sérstaklega sjarmerandi.... NEI.... hvað í fjandanum er fólk að pæla, haha rosa fyndið að kalla litla saklausa stelpu skrípi, og mér finnst þetta líka einhvern veginn spegla þá ímynd sem fólk er að sjá þegar það horfir á mig... er ég skrípaleg ?

Ég var að átta mig á núna í kvöld, eftir að hafa lifað mig inn í erfiðleika í kringum mig, að maður á að nýta hverrar mínútu í lífi sínu í eitthvað eða einhvern sem maður elskar, ekki eyða neinum tíma í eitthvað rugl. Þetta er bara mjög rökrétt og vel séð viðhorf, eða það vill ég að minnsta kosti meina.

Jájá, skrípi og ást, allt saman gott...

18 september 2005

FÆN

Það eru allir eitthvað svo fallegir í kringum mig... allir svo fokking fæn... ég veit ekki hvað ég gerði til verðskulda alla þessa fegurð. Ég er mjög lánsöm lítil stúlka.

Ég þarf virkilega að fara að slaka aðeins á, ég vil ekki alveg nota orðið ofvirkni en það jaðar við hana, ég er óstöðvandi. Tæknilega séð ætti að vera dauðþreytt núna en nei, ég hef eitthvað sem jaðar við ofvirkni.

Föstdagurinn síðastliðni var eitthvað sem lýsir misheppnun minni fullkomlega. Bojj ó bojj... Ég var inní norðurkjallara, ætlaði að fá mér kaffi úr þessu yndislega kaffifélagi og ég var eitthvað að skoða könnuna, þar sem hún var virkilega ógeðfelld, og ætlaði svo að koma henni fyrir aftur í kaffivélinni en einhvern veginn tekst mér að missa könnuna og hún splúndrast á gólfinu. Allir sem urðu vitni að þessu fóru að klappa og skellihljæja... Labirinth company DOWN..... sjitt ég hélt að Jónas myndi kála mér, en hann gerði það sem betur fer ekki.... eða....

Regína hin misheppnaða kveður í bili !